Segðu þína sögu

Fæðingarsögur annarra kvenna geta verið ómetanlegur fjársjóður í undirbúningi fyrir fæðingu.

Ef það hjálpaði þér að lesa einhverja af sögunum á þessum vef þá er þetta líka þitt tækifæri til að láta gott af þér leiða.

Allar sögur sem berast verða birtar á vefnum. Sagan má vera stutt eða löng, jákvæð eða neikvæð, ný eða gömul; eina krafan er sú að sagan sé út frá reynslu móðurinnar eða maka.

  • Sagan þín verður birt alveg eins og þú vilt að hún birtist og alveg óritskoðuð
  • Þú ræður hversu miklum persónupplýsingum þú deilir; sagan má vera alveg nafnlaus og órekjanleg
  • Fullur trúnaður

Við viljum heyra þína sögu, sendu söguna þína á faedingarsogur@gmail.com