Hneta kom í heiminn

Það var ekki eftir neinu að bíða, ég var gengin 40 vikur og 6 daga og bað ljósuna um að hreyfa við belgjum, þetta barn var meira en velkomið í heiminn. Þetta var þriðja barnið mitt, ég gekk vel og lengi með hin tvö líka, lengst 41 viku og 6 daga, og fannst því ekkert

Ástarjátning föðurs

Motherhood Að kvöldi bjartrar sumarnætur sátum með vinum í sófanum og deildum berjate-i af tegundinni „Motherhood“ sem rímaði fyllilega við andrúmsloft liðinna mánaða. Í þeim fjögurra manna hópi sem stóð að te-supplinu voru tvær konur sem báru barn undir belti, þó svo að í tilviki annarrar þeirra væru þær upplýsingar ekki orðnar opinberar og voru

Fæðingarsagan mín

Þessi fæðingarsaga var upphaflega birt á lady.is en er endurbirt hér með góðfúslegu leyfi Guðrúnar. Ég var sett 15. ágúst 2015. Föstudaginn 14. ágúst fer ég á heilsugæsluna að hitta ljósuna mína til að athuga stöðuna á mér. Litla stelpan mín var ennþá óskorðuð og ég var ekki komin með neitt í útvíkkun. Ég var pínu svekkt.

Fyrirburahetja

Loksins kom ég mér að því að setjast í ró og næði og skrifa söguna mína.Þetta er mín fyrsta meðganga en Árni á eina dóttur fyrir. Meðgangan gékk eins og í sögu fyrstu mánuðina og leið mér rosa vel að vera ólétt fyrir utan örlitla þreytu sem stafaði af járnskorti og auðvelt að laga þegar

Hypnofæðing Dagmar

Kæru konur – verðandi mæður. Mig langar að deila með ykkur fæðingarsögunni minni af okkar öðru barni. Þessi fæðing var svo mögnuð upplifun og þess vegna er það skylda mín að miðla henni til ykkar í þeirri von um að þið finnið hvatningu og hugrekki til að takast á við þetta allra stærsta verkefni okkar

Frábær fæðing þrátt fyrir gangsetningu og meðgöngueitrun

Ég var komin 41 v + 6 daga þegar ég var sett af stað, ég hafði kviðið svolítið fyrir þessum degi þar sem ég bjóst ekki við að þurfa að fara í gangsetningu. Ég upplifði það sem pínu vonbrigði að líkaminn minn hafi ekki bara gert þetta sjálfur. Ég sem hafði átt frábæra meðgöngu, lítil

Litla ofurkonan flaug í hendurnar á ljósmæðrunum

Júlíana mætti í heiminn 3. desember eftir dásamlega fæðingu á fæðingarstofu Bjarkarinnar. Ég var þá komin 38 vikur og 6 daga. Aðfaranótt 3. desember, kl. 2 vaknaði ég við það að ég hélt ég væri að pissa á mig. Við vorum ekki alveg viss um hvort að þetta væri sundvatn eða legvatn þar sem við

Hér er keisari fæddur

Þessi fæðingarsaga var upphaflega birt á Siljabjork.com en er endurbirt hér með góðfúslegu leyfi Silju. Alheimurinn leggur aldrei meira á mann en maður þolir. Þetta var mantran mín í fæðingunni en syni mínum þótti ekki sæmandi að koma í heiminn þegjandi og hljóðalaust, heldur þurfti hann að láta hafa aðeins fyrir sér. Ég var kominn

Fæðingarsaga Bryndísar Lenu – {óvænt heimafæðing}

Þetta byrjaði allt aðfaranótt sunnudagsins 11. október. Daginn áður vorum við með tveggja ára afmælisveislu fyrir stelpuna okkar og mikið búið að vera í gangi. Ég var algerlega óundirbúin, spítalataskan tóm og barnafötin niðri í geymslu, enda var rétt rúm vika í settan dag, og ég ekki beint þekkt fyrir að vera sérstaklega tímanleg manneskja.

„Ég vildi sko alveg gera þetta strax aftur“

Þessi yndislega skotta fæddist þann 18. nóvember í heimafæðingu, 4.120 gr og 54 cm. Áætlaður fæðingardagur var 7. nóvember, svo að ég var gengin 11 daga framyfir. Hún er okkar þriðja barn, fyrir eigum við stúlku fædda 13. nóvember 2007 á sjúkrahúsinu á Akureyri, og dreng fæddan 24. desember 2009, sem fæddist heima. Ég veit