Um vefinn

Fæðingar eru hulinn heimur því hann er orðinn okkur svo fjarlægur. Við sjáum ekki börn fæðast, við sjáum ekki einu sinni önnur dýr eiga sín afkvæmi. Og við óttumst það sem við þekkjum ekki.

Meðan ég var ólétt að mínu fyrsta barni las ég fæðingarsögur í hundraðatali. Það varð til þess að þegar fæðingardagurinn minn rann upp var ég orðin sannfærð um að ég gæti þetta líka.

Ég hafði bara aðgang að erlendum fæðingarsögum og flestum á ensku. Mig langaði að gefa öðrum tækifæri til að undirbúa sína fæðingu með sögum úr íslenskum raunveruleika og þess vegna varð þessi vefur til.

Fæðing er einn stærsti atburður í lífi hverrar konu og jákvæð fæðingarreynsla er ein mest valdeflandi lífsreynsla sem til er.

Það er mín ósk að þetta sögusafn íslenskra fæðinga svipti hulunni af falinni reynslu og hjálpi okkur að líta á fæðingar sem eðlilegan hluta lífsins.

Deildu þinni fæðingarsögu

Ábyrgðarmaður: Rósa Stefánsdóttir