Það var ótrulegt sjokk að ég hafði orðið ólétt, bara algjört kraftarverk. Ég fékk nefnilega streptakokka og sýkingu í eggjastokkana sautján ára. Það var sagt mér að ég væri líklegast ófrjó eftir allt þetta vesen. En 14 desember ákvað ég taka óléttupróf ég fann það bara á mér eitthvað var skrýtið. Og það kom jákvætt!. Var bæði búin vera ótrulega viðkvæm og var alltaf hágrátandi yfir öllu. Allt mitt líf hafði ég dreymt um verða mamma. Frá barnæsku lenti ég í miklum áföllum og eitt af stærstu áföllunum var þegar ég var eins og hálf árs missti ég mömmu mína. Þegar ég varð 18 ára byrjaði þunglyndið og kvíðinn aukast hrikalega og það mikið að ég vildi ekki lifa lengur og sá engan tilgang. Hafði misst alla og átti engan að, það gat enginn höndlað þunglyndið mitt. Ég dett svo í það að reykja gras á hverjum degi í nokkra mánuði til reyna deyfa sársaukann. Ég hafði misst alla von á góðu lífi og var tilbúin að gefast upp. Svo kynnist ég yndislegum strák sem varð besti vinur minn. Loksins var einhver sem hlustaði og þótti raunverulega vænt um mig. Eftir þrjá mánuði byrjuðu tilfinningar spila inn í og við byrjuðum hittast og fara á deit. Ég átti mjög erfitt með treysta því að einhver gæti elskað mig og ekki farið frá mér. Við byrjuðum svo saman og þann 14 desember fékk ég jakvætt ólettupróf. First trimester var erfiður og mér var alltaf óglatt en ældi bara tvisvar. Þegar ég var gengin 14vikur byrjaði ég að fá mikla verki i bakið og grindina (grindargliðnun). Svo kemur second trimister og hann var betri en var orðin þung og þreytt.
Á 32 viku var ég byrjuð finna fyrir miklum fyrirvaraverkjum. Svo aftur á 34 viku urðu þeir sterkari og ég hélt hreinlega að ég væri fara af stað en svo var ekki. Vá var orðin rosalega þunglynd og varð sett þrisvar inn á geðdeild, ég vissi aldrei mér gæti liðið svona ótrulega illa á sama tíma og með lítið kraftarverk inn í mér. Var alltaf með svo mikla sektarkennd með hverri ljótri hugsun sem ég fékk og hverju tári sem ég grét. Ég var orðin ótrulega þreytt bæði líkamlega og andlega, ég vissi bara ég gat ekki haldið þessari meðgöngu áfram svo það var tekið ákvörðun að setja mig í gang gengin 39 vikur.
Ég kem á spítalann á föstudegi og er yfir helgi með mikla samdrætti og var bíða eftir gangsetningar dagsetningunni. Eftir langa og erfiða 9 mánuði fékk ég svar frá fæðingardeildinni að gangsetningardagur væri mánudagur 19 águst. Ég man eftir því hversu glöð ég var að loksins vita þetta væri fara vera búið en ég áttaði mig ekki á því hversu hröð fæðingin myndi vera. Fæ töflur og samtals tek ég 8 töflur. Um nóttina byrja ég að fá rosalega mikla bakverki í neðra bakinu, og ég fékk parkodín. Um morgunnin klukkan 8 kemur ljósmóðir inn og gerir leghálsskoðun. Ég var bara með einn og hálfan í útvíkkun og var svo ósátt með að það var ekki meira að gerast. Klukkan 11 kemur önnur ljósmóðir og tjékkar aftur og segir það sé hægt reyna gera belgjarof. Ég færist í fæðingarherbergið og það er gert belgjarof sem tókst!. Man hvað það var skrýtin og heit tilfinning að finna fyrir vatninu leka.
Klukkutíma eftir að það var sprengt belginn byrja ég finna verki í bumbunni og bakinu. Prófa nota glaðloftið eftir þrjá tíma að anda gegnum verkina bara. Svo verða verkirnir harðari og reglulegir og ég spurði ljósmóðurina “er ég þá komin af stað?” Og hún svarar “já” og ég bara omægat og var ekki trúa þessu en hélt ró minni. Ákvað svo prufa baðið og það var mjög næs en tók ekki verkina eins mikið og ég hélt að það myndi. Ég byrja svo gefast upp í baðinu og ég sagði ítrekað við kærasta minn “ég get þetta ekki” “er svo hrædd” og hann hélt í hendina mína og strauk mér. Ljósmóðirin kemur svo inn og ég grátbið hana um mænudeyfingu því þetta var orðið óbærilegt. En ég vissi ekki að ég þurfti bíða í klukkutíma eftir lækninum sem var gera mænudeyfinguna tilbúna. Svo loksins kemur hann inn og ég verð svo skíthrædd við nálina að ég fer aftur hágráta. Hríðarnar voru orðnar svo sterkar að ég var öll á hreyfingu. Yndislega ljósmóðir mín hjálpar mér í gegnum mænudeyfinguna og ég kvíðasjúklingur sem hélt að mænudeyfingin væri bara hræðileg var svo ekkert mál.
Verkirnir urðu betri eeen eftir klukkutíma voru þeir búnir færast alveg í neðra bakið og ég get sagt að það var bara verra. En ég hélt áfram anda mig í gegnum hverja hríð og reyndi hugsa jákvætt. Var svo dofin í líkamanum og sérstaklega fótunum eftir mænudeyfinguna að það þurfti hjálpa mér labba á klósettið. Það var svo gert aftur skoðun og þá var ég með 3 í útvíkkun og útaf því það var ekkert mikið gerast þá fékk ég dreypi í æð. Klukkutíma seinna var ég komin með 7 í útvíkkun og ég var drepast úr verkjum, ég nefnilega áttaði mig ekki á því hvað þetta var gerast hratt. Nei sko hálftíma seinna er ég komin með 10 í útvíkkun og ljósan segir “þú mátt byrja rembast ef þú ert tilbúin eða bíða í hálftíma” og ég horfi á hana í sjokki og segi “nei nei langar bíða í hálftíma”. Svo byrjar ballið og ég var svo ekki tilbúin en tengdó og kærastinn og ljósan sögðu öll bara “jæja kýlum á þetta”. Kærasti minn og tengdamamma mín halda löppunum uppi og ég byrja rembast og aftur rembast og aftur. Eftir klukkutíma rembing kemur litla gullfallega prinsessa mín í heiminn klukkan 21:22. Hún var 50cm og 3534 grömm og 14 merkur❤️.
Fyrstu dagarnir voru jú krefjandi en svo yndislegir. Brjóstagjöfin gekk vel en ég var með rosalega mikla framleiðslu að ég þurfti pumpa og gefa oft. Bæði mjög gott vera með mikla mjólk en mikil vinna passa að maður fyllist ekki og sem nýbökuð móðir var ég alltaf í kvíðakasti yfir því hvort ég myndi fá sýkingu í brjóstin, eða hvort hún væri anda eða afhverju hún gerði svona hljóð😅. Bara hreinlega allt sem hún gerði efaðist ég um en það var sagt mér það væri eðlilegt. Núna í dag 10 september er hún þriggja vikna gömul og er algjör mús. Þó að ég er læra á hverjum degi nýtt og oft kvíðin og þunglynd er ég reyna mitt allra besta að gefa henni lífið sem ég hefði þurft þegar ég var yngri. Hún gaf mér tilgang í lífinu og er ástæðan að ég er enn á lífi í dag, orð geta ekki lýst hvað ég er þakklát fyrir hana. Það fallegasta í heimi fá að vera mamma þín elsku Adríana mín❤️. Mamma elskar þig múslan mín 🐻
Munið elsku nýju mömmur þið eruð hetjur og þetta er svo erfitt en svo worth it! Og þetta verður betra🫶 ekki gefast upp. Börn eru svo gefandi og gefa manni ást sem maður hefur aldrei upplifað áður. Að hafa fætt er það magnaðasta í heimi og er og mun alltaf vera í sjokki hvernig ég fæddi bara barn í heiminn. Líkami konu er hreinlega bara ótrúlegur.